fimmtudagur, apríl 28, 2005
Jebba.
vanalega er mar fúll að fá sms kl.04:23:05 og vanalega er það magnús að dobbla skutl - en þetta slapp alveg! og það var strákur! 51 cm og 15 merkur. elli´s first born mættur á svæðið. þokkalega til lukku elli og tinna.
annars bara góð stemmning.
jafntefli hjá liverpool. gott kaffi. tökum etta á þriðjudaginn.
later
posted by 4fl at 1:00 e.h.
miðvikudagur, apríl 27, 2005
jebba.
búinn að skamma nemendur mína, sem fjölmenntu á leikinn í gær. trufluðu mig mikið. ekki nógu spes að heyra; "ingvi, þú ert sneggri en hann", þegar valsmaður er að stinga mig af! eða heyra alla syngja upphátt ljóðið sem þau áttu að læra fyrir daginn í dag.
svo er voða stemmning þessa daganna yfir nýju "gæludýrunum" okkar. sem eru sílið Finnur og randaflugan Rósa. bæði eru alveg að gefa upp andann. ég fangaði ógeðis fluguna í gær en mátti ekki termineita hana :-(
þessi mynd segir allt sem segja þarf um verslun okkar félaga í london.

posted by 4fl at 8:30 f.h.
þriðjudagur, apríl 26, 2005
heyja.
þokkalega góður dagur. tókum dodda og co. í leikni í a og b. unnum svo val í mfl 2-1. lummi ekki sáttur og reifst við alla egilshöllina! reyndar svekkjandi að fá dæmda á sig vítaspyrnu á 88 mín. en alltaf víti, sem palli smurði í vinkilinn. jósef setti fyrra markið. hans fyrsta fyrir félagið. vann sér þar imjúnití!!! slapp svo sem á vinstri vængnum. sparkaði svona fimm sinnum í matta - var ekvað að reyna að vera "though".
anyway, hlakkaði til í allan dag að gúffa samlokur í einhverju pokadóti sem mar setur í ristavélina. þokkalegt bara. mæli með að þið kíkið á það. splæsti meir að segja í gos með.
ekki sáttur við geira. æfing sex! og liverpool sex þrjátíu. eins gott að það verði dönsk æfing.
systa í "trail" í bakarí. verð þokkalega ánægður ef hún plöggar það. ekki slæmt að vera í klíku í bakaríi!
maybe með n-e-r-d. uss hvað það er gott lag. búinn að taka það í hlustun. dónlóda því takk.
posted by 4fl at 11:57 e.h.

posted by 4fl at 12:01 e.h.
mánudagur, apríl 25, 2005
tvö afmæli í dag! Sigrún frænka. og beisi bakvörður. til lukku bæði. kíkti í köku til frænku. ekkert hjá beisa :-(
rétt upp hönd sem er þreyttur á hive auglýsingunum! "mér var hleypt út ..." - "ég var látinn laus ... " næstum lélegri en netbankadótið.
smakkaði kea smútsí skyrdrykk áðan. mokka eitthvað. ekki nógu gott mót. hefði átt að taka jarðaberjategundina.
lost aftur á móti alveg brill. alveg spurning um að taka himmaograkel á etta og dánlóda seríunni. einn þáttur í einu ekki að duga. vinn í því. líka spurning um að tengja vídeóið svo mar geti tekið upp fyrir félagana!
mánuður í sin city.
posted by 4fl at 11:14 e.h.
sunnudagur, apríl 24, 2005
heyja.
svo sem ágæt í egilshöllinni áðan. nett settöpp og svo mót. spilum við val í egilshöllinni á þrið. 20.30.
er ekki að nenna að fara yfir 22 ritgerðir um snorra sturluson! hvað þá 44 enskupróf! læt guðrúnu í etta. eða eystein.
sáum ósjen 12 í gær. svona lala bara. annars þarf mar að fara að henda í tækið einni af 12 myndunum sem mar fjárfesti í úti. ætla alla veganna að sýna bekknum steve irwin´s most dangerus stunts á morgun. það hlýtur að vera gott kaffi.
þokkaleg blíða í dag. alveg spurning um að þrífa bílinn. einmitt.
posted by 4fl at 1:37 e.h.
|