þriðjudagur, maí 06, 2008
jamm.
óskar dróg mig á ironman í fyrradag. hélt fyrst að myndin væri álíka og daredevil, með þeim ágæta leikara ben affleck! en feitar þrjár stjörnur frá mér, jafnvel hálf að auki. styttist líka í indiana jones - sveinn er búinn að koma með yfirlýsingar að sjá hana í bíó - held að hann hafi farið síðast í bíó á síðustu indiana jones mynd!
hróðmarsson farinn til Köben - bull í essum köllum (egillb fylgir með bráðum). kominn í nokkuð gott form í boltanum og velur svo tuborg í staðinn! en þeir koma ferskir í ágúst.
ánægður með 12 tóna, panta bara diska fyrir kallinn eins og ekkert væri.
tommi algjörlega búinn að mastera kisuna, hundinn og (my personal favourite) svínið. kindin og kúin eru soldið að vefjast fyrir honum en það kemur.

posted by 4fl at 10:02 e.h.
jev.
tókum bústað um helgina. það var sweet as candy. eini mínusinn var að gasið klikkaði á grillinu en við redduðum því - rúllaði svo guðrúnu upp í öllum spilum sem við tókum.
kíktum aðeins á hlustendaverðlaun fm. hvað skal segja! elli sá etta alla veganna live þannig að hann veit hvað ég er að tala um.
hvernig stendur á því að það eru til ca.500 bergmann diskar í skífunni en 0 eddie vedder - into the wild diskar? annars er það hending að maður finni diska sem maður er að leita af í skífunni.
posted by 4fl at 1:20 e.h.
|