föstudagur, desember 22, 2006
jess.
massa matarboð í gær. vel sett í grímu! svo var audda endað á spili. splæsti í meistarann og fékk það kannski 7 í einkunn! ingvi-bjöggi-halli-eysteinn lentum saman í liði og rúlluðum audda yfir hina andstæðingana. maggi og stelpurnar biðu afhroð og guðbjörg-dögg-bo-bjarki skriðu yfir miðju. öss allir að blóta mér núna.
of margir tímar upp í egilshöll í dag. samt fín stemning.
erum að fara að detta á jólatré. finnum vonandi eitt lítið og nett. ekki eins og "tújan" um árið sem hallur valdi.
skata hjá afa á morgun. eins gott að hann hafi ýsu á kantinum. því miður ekki skvass sökum meiðsla - enda hefði mar tekið magga á núllinu eins og síðustu jól.
ekki nógu gott þorláksmessulabbveður á morgun. en það má rigna eldi og brennisteini fyrir mér. en er enn að jafna mig á að sjoppan london sé farinn. verð svo að vinna halla eins og í fyrra.
posted by 4fl at 7:47 e.h.
miðvikudagur, desember 20, 2006
aha.
ekki sáttur áðan. liverpool v arsenal frestað vegna þoku. ætluðum loksins að detta upp í draumaskúr allra fótboltaáhugamanna lengst austur í mosó. í nýja fatboy hengirúmið (sem ég ætla að fá mér, á eftir grjónapúðanum).
en bo (þegar hann var búinn að bösta tvo í breiðholtsbrekkunni) dróg okkur egil á fridays. salatið var búið þannig að ég þurfti að fá mér quasadillas. bömmer. lét svo fanný plögga gleraugun mín þannig að þau eru ekki skökk lengur :-) og náði næstum að klára innkaupin.
litlu jólin á morgun. dansað í kringum jólatréð og svona. mar mætir í jakkafötum og svoleiðis. var líka búinn að lofa að þvo á mér kollinn (með sjampói). sko mig.
mfl vann fjölni á mánudagskvöld. kjappinn bara on the sideline. ekki nógu skemmtilegt. en nettur sigur - og haukur (af öllum mönnum) setti tvö.
190 jólakort að fara út á morgun. af hverju er maður ekki með díl þar!
posted by 4fl at 1:47 f.h.
sunnudagur, desember 17, 2006
jev.
ekki sáttur við guðrúnu! talar ekki um annað en jólahreingerningar og að ég þurfi að fara að grisja fataskápinn minn. kvöl og pína maður. heldur hún virkilega að ég fari að henda appelsínugulu rapp buxunum mínum - eða einum af 30 stullunum mínum. öss þetta verða átök.
verð bara að viðurkenna að ég er að standa mig ansi vel í smákökuáti. guðrún búin að baka tvær svaðalegar tegundir. lofa ekki að það verði til í smakk fyrir ykkur þegar þið látið sjá ykkur.
við erum að gera ansi gott mót með aðventukransinn okkar. þriðji sunnudagur í aðventu að lokum kominn og við ekki búinn að kveikja á einu einasta kerti.
west ham vann man.utd í dag. það var bara nett. jólin komin hjá pabba.
sá treilerinn úr die hard fjögur áðan. hún lofar góðu. willis alltaf verið í uppáhaldi.
posted by 4fl at 10:57 e.h.
- - - - -
axlabönd. handklæðahilla (gottetta). lay low. lítill dvd spilari í fjórtán tommunna! kattadagatal (don´t ask). nýtt vax. skipið. skyrta. og að sjálfsögðu; húfa.
- - - - -
posted by 4fl at 10:47 e.h.
Jam.
ekkert smá jóló úti as we speak. alla veganna í 104! snjóar og allt. var samt ekki sáttur - engin mjólk til út í kókópöffsið. ah, meina kelloggsið.
mér var eiginlega boðinn vinna í heilsuakademíunni þar sem ég fíflaði essar þrautir!

eysteini var ekki boðinn vinna í skautahöllinni!

posted by 4fl at 11:19 f.h.
|