fimmtudagur, maí 17, 2007
amm.
sindri snær búinn að skipta um félag! keyptur frá retro og kominn yfir í deres. verður maður ekki að kíkja á kallinn!
það er benjamín dúfu áhorf á morgun. alltaf traust að kíkja á hana á þriggja ára fresti.
þróttur - stjarnan annað kvöld. eins gott að menn fjölmenna með kallinum upp í stúku. meir að segja pedsustemmning á undan. og 3 stig skylda.
ertað grínast hvað mæðradagurinn fór fram hjá mér síðasta sunnudag! reyndi að bjarga einhverju í gær en samt lélegt.
josh gro-ekvað! í alvörunni, var gaman á essu? eymi, egill t og sigrún t með leiðindi í gær og fengu gula. veit samt að þau eru fastagestir!
posted by 4fl at 11:55 e.h.
Jebba.
Egillt kominn úr evróputúrnum sínum. nett að fá kallinn heim, en stoppar samt stutt. beint aftur út til Lima í Chile/Perú (tek etta á mig) í spænskuskóla. tómas ekki alveg nógu sáttur við etta vesen á frænda sínum. ég náði samt að dobbla hann í dómgæslu í dag, ásamt Andrési, sem var soldið tæpur á reglunum - fer í það með honum á morgun.
jamm, sem sé leikir í fjórða í dag, og tók líka vel á því hjá steina, sem var leyfði mér ekki einu sinni að spjalla smá á skokkinu! ekvað annað merkilegt í gangi í dag? aj já skírn!!

Jamm. staðfest. heitir sem sé opinberlega Tómas Ari :-) meistarinn var þvílíkt nettur í kirkjunni. gerði lítið annað en að hjala með prestinum og glotta til foreldra sinna. tók eitt lítið gól en annars eins og ljós. vissi ekki hvert ömmurnar/langömmurnar ætluðu. systurnar sáu um ritningarlestur eins og ekkert var. og ekkert smá flottar gjafir sem fólkið gaf kallinum - bara þúsund þakkir.
tvöfalt gúff og læti. en ég tók nú bara eina umferð í fyrra gúffinu!
posted by 4fl at 11:45 e.h.
miðvikudagur, maí 16, 2007
jó.
erum að plögga dagatal fyrir næsta ár. febrúarmyndin flott að vanda!

baldur k er náttúrulega snillingur.
posted by 4fl at 2:31 e.h.
þriðjudagur, maí 15, 2007
Ja há. stemmning!
hallur mættur til ömmu bínu í aukajob. ég var í að handlanga eins og ljónið. fékk samt ekki það hrós sem ég átti skilið!
mynd af kallinum í spánni og allt! (ok soldið langt síðan ég bloggaði) fór svo ekki nógu vel á sunnudaginn. maður tapar ekki fyrir Jenna! það er bara þannig. en við skulum ekki missa okkur - 21 leikur eftir. fyrsti heimaleikurinn v stjörnuna á föstudaginn. látið sjá ykkur þá.
maður gerði lítið annað en að elta essa dúkku um helgina! reyndar alveg svaðalega nett kaffi í gangi. tónlistinn við líka eiguleg.
tók harald og flengdi honum í fyrsta badmintonleik tímabilsins. allar afsakanir í bókinni voru notaðar en engin tekin gild! ég var meir að segja með þyngsta spaðann í húsinu. seinni lotann var reyndar soldið tæp - það voru meir að segja komnir áhorfendur í lokin.
maggi og guðbjörg farin til ítalíu. Gardavatn takk fyrir. ekkert þingvallarvatn í fimmtugspartý magga eldri! væri til að chilla þar.
posted by 4fl at 2:35 e.h.
|