fimmtudagur, nóvember 10, 2005
jó.
hrískökur með smá súkkulaði skán hljóta að sleppa. það kántar ekki í prógramminu!
ræmukvöld í fjórða í gær. plögguðum þokkalega nýja mynd. reyndar þvílíkt tæknibögg í byrjun. veit ekki hvenær svona kvöld hefur byrjað á réttum tíma hjá okkur. en etta var nett.
datt á mizunó útsölu í gær. náði að versla einhverja hluti. m.a. rauða flíspeysu (í stíl við halla peysu). kíktum svo á hæfileikakeppni MS. shit - langt síðan mar hefur komið inn í ms. náðum rétt svo síðasta atriðinu, sem var svaðalegt - en komst ekki á pall! svo er ´85 ballið í kvöld. og "ölvun ógildir miðann" - einmitt.
Magnússon kvarter of a senturí gamall í dag. held að það kalli alla veganna á skúffuköku!
og fleiri komnir í hús!
posted by 4fl at 11:32 f.h.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
grifflurnar hennar mömmu eru að gera þvílíkt gott mót. fólk er komið á biðlista.
og sjáiði byssurnar!

kallinn búinn að vera massa menningarlegur í bíóferðum að undanförnu! skellti mér á La Marche de l'empereur í gær. þokkaleg bara.
posted by 4fl at 3:18 e.h.
heyja
ætti að fá verðlaun frá google! ekki fyndið hvað ég nota þá síðu mikið.
var að leyfa bekknum að hlusta á Ampop - my delusions. díses hvað það er gott lag. þau voru ekki að kaupa að þetta væru íslendingar.
þurfti að nota diskettu í fyrsta skipti í 3 ár. tók bara tvo tíma að opna skjal. dýrka aftur á móti usb lykillinn minn/guðrúnar.
er að kenna 8.bekk ensku - og lét þau finna enska uppskrift og baka. prógrammið klikkaði næstum. grenjuðum svo yfir Groundhog Day.
Það er hiti í sætum í ravnum hans pabba. það er bara bull. ótrúlegt en satt - golfinn var ekki með soleiðis.
Egill T er kominn með massa yfirvaraskegg. held ég þurfi að fara gera eitthvað við skeggið mitt. það er farið að öskra á mig á götum úti. og litlu krakkarnir upp í skóla taka stóran swing þegar þau mæta mér :-(
er að fara með fjölmiðlahópinn minn upp í fréttablað. hlýt að plögga mynd af mér/okkur í heimsókninni!
aju
posted by 4fl at 10:33 f.h.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
jebba.
vetrarfrí í langó á föstudaginn. ekkert lítið ljúft. og það styttist í jólafrí! eða hvað.
skemmtikvöld niður í þrótti í gær. góð stemmning og fínn matur. tók nokkra foreldrafundi! og hlustaði á tvær ræður.
duttum á L´fant - eða the child. vann cannes í fyrra. ekki alveg sammmála því en samt fín mynd.
egill t soldið að gera grín að mér og steina í ræktinni. of mikið buff fyrir minn smekk! svo bætast nokkrir metrar við hringinn góða á morgun.
kominn með miða á the white stripes. jamm jamm. fer hugsanlega úr að ofan þegar seven nation army kemur.
koma svo, landafræðipróf!
bara 4 leikir í tívíinu í dag. berjast.
posted by 4fl at 2:30 e.h.
|