þriðjudagur, júlí 07, 2009
jamm.
er að horfa á minningarathöfnina um jackson. finnst pínu skrýtið að kistann skuli vera á staðnum. eða hvað. líka svakalegt að hann hafi ætlað að taka 5o tónleika í röð í london. svipað og taka esjuna sjö sinnum í röð, rosalegt að geta það. lýsandinn mætti líka vera aðeins hressari vá.

æfingaleikur v ír í gær - stemmari að mæta þeim, nema fékk ekki að tækla ella og guffa. hefðu nú samt ekki náð þeim síðastnefnda, er í ansi góðu formi greinilega.
búin að detta í bústaðinn nokkrum sinnum - afar ljúft. tómas að fíla sig í botn. vantar bara kofa - spurning að fara að detta í smíðavinnu.

Sören í heimsókn á klakanum. ótrúlegt en satt þá skellti hann sér á gullfoss og geysir, sem er helst merkilegt fyrir þær sakir að hann fór þann hring fimm sinnum þegar hann bjó hér. en hittingur á morgun.
posted by 4fl at 11:57 e.h.
|