þriðjudagur, október 25, 2005
Jebba.
Kallinn er staddur í Reykjum í Hrútafirði. erum með 7.bekkina í skólabúðum ásamt tveimur öðrum skólnum. ferlega nett. búinn að taka eystein í körfu og armbeygjukeppni, en hann tók borðtennismótið - augljóslega flottara að vinna hinar keppninar.
erum búnir að plögga skjávarpann inn í herbergið okkar og læti - sjúklega flott. og keyptum ekkert nammi eins og reglur segja til um!!!
ég smakkaði hákarl í gær - jesús. en sleppti mysunni. fórum á bóndabæ í morgun. sáum allann pakkann þar og lærðu ég gommu. eysteinn lærði ekkert nýtt.
egill og egill að sjá um fjórða heima - jújú og kiddi líka.
ekkert um unglingastæla í krökkunum, nei nei. annar hver krakki með gleraugu. og mar þurfti að vera feitt á tánum í gærkveldi við að spotta herbergjaráp. en etta er stuð.
aju
posted by 4fl at 6:52 e.h.
|