fimmtudagur, september 04, 2008
jamm.
mist er sem sé komin út líka. skellti sér í skiptinám í denver - sjá hér! ég mælti nú með eire en án árangurs!
nú tekur alvaran við á morgun - guðrún þarf að segja bless við fræið og verður hann einn í nokkra klukkutíma :-/
Það reddast. Bara henda í hann bolta og biðja hann að sýna sér hvernig á að stíga á hann!

já, ætla svo að misnota aðstöðu mína hér og athuga hvort fólk ætti nokkuð auka vagn á kantinum (svona svalavagn er það víst kallað). let me know, því annars er það bara dýra týpan sem fer á leikskólann með kallinum!
ír v afturelding í kvöld. menn hljóta að láta sjá sig upp í breiðholt kl.18.00. lofa einhverju flair!
tókum grill í vikunni, eflaust með þeim síðustu í "sumar". grillið orðið ekvað lúið, veit ekki hvort það sé vegna mikillar útiveru í sumar eða hvort sá sem setti það saman hafi gert það í flýti! spurning.
posted by 4fl at 1:59 e.h.
mánudagur, september 01, 2008
heyrru já.
tryggðum okkur fyrsta sætið í annarri deild á laugardaginn þegar við náðum að jafna á síðustu mínútunni á móti tindastól. kalllinn nikkaði honum inn á elvar lúðvík (eftir svona lala auka frá jackaranum). fjórir leikir eftir, þannig að það er enn sjens fyrir fólk að sjá kallinn í sumar!
ótrúlega ánægður með veðrið í dag. enda tókum við góðan tíma í dalnum með krökkunum, sem eru bara nokkuð spræk eftir sumarið.
þetta er ansi gott kaffi, stel essu í næstu stuttmynd! verðið að horfa á etta alveg í gegn.
fyrsti dagurinn hjá tómasi í leikskóla í dag. reyndar aðlögun í gangi. held bara að hann sé bara að fíla sig vel.
baldur kominn aftur á klakann eftir bullandi fellibyli í flórída! tuðaði samt lítið skilst mér. harald lét sjá sig í viku, þorði samt ekki í "a game of badminton" við kallinn (aftur). stefni samt á einn tíma í viku í vetur með elvari, spurning hvort einhverjir tveir aðrir finnast á svipuðu caliberi og við - þá erum við klárir í tvíliðaleikinn.
posted by 4fl at 8:52 e.h.
|