laugardagur, nóvember 26, 2005
hvað segiði!
er ekki búinn að skrifa í viku. rosalegt. hef sem sé verið afar busy - og nánast veikur :-(
en kem til með að bæta þetta upp með hressum skrifum hér fyrir neðan!!
eysteinn pétur átti afmæli á sunnudaginn. eftir 3 símtöl fattaði ég loksins að hann átti afmæli - soldið kvikindislegt af honum en ég átti að fatta það - eftir að hann neitaði að koma að skipuleggja upp í skóla og beilaði á körfu. alla veganna - 29 ára held ég!
the white stripes. fimm af fimm. jesús. hélt að chris martin væri the bomb - en jack white var í "RÖGLINU" - klárlega nettara að vera upp í stúku. hefði ekki viljað vera með börnunum í klessunni. bjarki og sóley hegðuðu sér bærilega. en leyfðu mér ekki að fara úr af ofan þegar seven nation army kom. Sigur rós á sunnudaginn - og frekar miklar líkur á því að ég muni svindla mér upp í stúku
æ eymi farðu að læra!
gott mál.
kíktum á geira el í vikunni - og tók hann greinilega eftir hve vel ég hef tekið á því í laugum í vetur - já hann commentaði á stálið! annars átti kallinn afmæli - hafði ekki séð hann síðan í júlí. rétt missti svo af afmæliskökunni (helvítis 8,7km).
Jón Arnar er búinn að taka fjórða flokkinn í nokkra tíma. ja hérna hvað maðurinn er fitt. tók nokkrar æfingar sem maður á bara ekki að geta.
er búinn að prófa þetta sláardæmi nokkrum sinnum í vikunni - og ekki náð því einu sinni. held því að þetta sé off hjá Ronaldinho. held samt áfram að reyna.
jólahlaðborð í gær með langó - og bunch af öðrum skólum. frekar nett. gat varlað hreyft mig eftir gúffið. en var ekki sáttur við rice a la mand ekvað. hver hefur hrísgrjón í eftirrétt?
laufabrauðsdagur í langó - og föndurdagur í vogó. ég styrkti langó crewið og keypti af þeim köku, eftir að hafa dottið á sóley í bakaranum. tek svo bara á því á 4.fl æfingu í dag.
ok sör. hafið það gott.
posted by 4fl at 12:02 e.h.
|