sunnudagur, maí 03, 2009
jó.
hvar skal byrja.
Sigrún mágkona mætt á klakann frá mexico - er þessa stundina í sóttkví heima. hún og tengdó tóku fréttirnar í gær og rúlluðu þeim upp :-)
skelltum okkur upp í bústað um helgina. helgarfrí í boltanum. held að það gerist næst í sept! mjög ljúft þótt að veðrið hafi verið með leiðindi. annars var ég mest hneykslaður á dagskránni á gufunni á föstudagskveldið. setti hjössa í að húðskamma þann sem valdi þessa óföstudagslegu dagskrá! við erum að tala um eurovision þátt, danska unglingamynd, heimildarmynd um folald og loks taggart (endursýndur). skandall.
fórum man on wire fyrir ca.viku - ótrúlega nett mynd. og ótrúlega svalt (en audda klikkað) að hafa gert þetta.
dem hvað gulrætur eru vondar!
vika í fyrsta leik - erum neðarlega í spánum. verðum bara að afsanna það, starting v breiðablik næsta sun.
posted by 4fl at 3:39 e.h.
|