miðvikudagur, september 28, 2005
jev.
búinn að ákveða að fá mér sjálfvirka ryksugu. eins og í lottó auglýsingunni. snilldar auglýsing b.t.w.
held ég seti met í pizzuáti í vikunni. við skelltum okkur á dómara í gær - var með bekkjarkvöld áðan og að sjálfsögðu var pedsa. það er bekkjarkvöld hjá eysteini á morgun + lokapartý í fjórða flokknum og jammjamm; pedsa. og loks er haustferð á föstudaginn og eini díllinn sem við plögguðum var við pizzastað. vá - eins gott að ég má við essu kaffi.
fyrsta æfingin hans egils t í dag. byrjaði vel - mætti í gallabuxum! hann verður tekinn í gegn!
guðrún farin til köben. kæruleysi er etta. og ég gleymdi að láta hana fá óskalista. öss öss.
armbeygjutest síðasta þrið - kallinn með brons. upphífingar(oj)test á morgun - kallinn á botninum for sure.
posted by 4fl at 10:11 e.h.
mánudagur, september 26, 2005
gleymdi einu! eymi að starta einhverju "klukk-blogg-dæmi" fatta það ekki alveg. og veit ekki með hans staðreyndir!
en hér eru ferskar facts um strákinn:
1. Ég á 52 húfur, 34 skópör og 29 uglustyttur! 2. Ég er farinn að halda jafnmikið með West Ham og Liverpool! 3. Ég mun ekki spila bakvörð framar! 4. Ég hef fengið mér mjólk síðustu þrjár helgar í röð! 5. Ég mun vera sparsamur í new york í næstu viku!
hvað svo? á mar að klukka einhvern annan?
hilmar ingi og bjarki sig báðir 25 í dag. báðir örugglega bara í spólunni! til lukku strákar.
posted by 4fl at 10:47 e.h.
jamm.
Hvað haldiði! bloggið var þriggja ára fyrir tveimur vikum. og mar klikkaði á að minnast á það. lélegt. og ja hérna að mar sé búinn að nenna að skrifa á etta kaffi í 3 ár. og af hverju er mar ekki kominn með teljara?
alla veganna, var ekki nógu töff í laugum áðan. ég veit - sjaldgæft. í fyrsta lagi missti ég handklæði oná hlaupabrettið og skaust það aftur á næsta bretti. ekki töff. svo gleymdi ég náttúrulega mínu handklæði og þurfti að nota áðurnefnd world class handklæði, sem er b.t.w. mjög ótöff í laginu. og var mikið horft á mig reyna að þurrka mér með því. hefði að sjálfsögðu átt að hnuppla næsta klæði og vera lúmskur. skellti mér líka í gufu, og hafði b.t.w. einhver reynsubolti nýlega aukið hitann adna inni um 50° gráður. þannig að þegar ég var búinn að "þurrka" mér svitnaði ég nákvæmlega jafnmikið aftur. svo toppaði þessa ferð með því að hjóla heim í gallabuxum og svitna meira. góð saga!
meistaradeildin á morgun. Ó já. aju
posted by 4fl at 10:37 e.h.
sunnudagur, september 25, 2005
jebba.
Stuð helgi. kennaraferðin var nett. lærði svona 70 hóeflisleiki. verð skemmtilegi kennarinn næsta mánuðinn. ekki nógu gott að gleyma myndavélinni í þessari ferð! það var sko margt sem hefði verið gaman að documentara. heitur pottur og læti. prófaði svo kubbaspil - þokkalega nettur leikur. át eins og ljónið alla helgina ...
... sem hjálpaði ekki í coopernum í dag. já náði ekki nógu töff árangri. var eiginlega í markmannsklassa í dag! hljóp líka einn og með léleg lög í poddarum.
fórum á the 40 year old virgin í gær. hún er náttúrulega algjör snilld. þvílíkir punktar í henni. samt engin punktur sem mar gat ríleitað við!!!!!!
tróð mér í chill ferð þriðja flokks í dag. enda var förinni haldið í go-kart:

gæti hafa verið að keppa í formúlunni í dag. ég veit. komst samt ekki í úrslit. enda óvenjuöruggur go-kart leikmaður. vann samt sindra örugglega.
posted by 4fl at 9:45 e.h.
|