mánudagur, júlí 21, 2008
Ble.
my other team tók gróttuna á föstudaginn. í því liði eru engir aðrir en rauða ljónið og ási haralds player/coach. dabbi átti nú að skora í leiknum, og ási vann mig í skallaeinvígi. það er eiginlega sekt. vorum ekkert svaðalegir, enda spilað á gervigrasinu út á seltjörn.
guðrún var með saumaklúbb þannig að hún og tommi skrópuðu, þrátt fyrir að tommi fékk nýja húfu fyrr um daginn:

en sveinn, halli, dísa, kiddi, rabbi og hundurinn breki fá plús í kladdann fyrir að láta sjá sig.
hafdís hafði svo komið með þessa líka svaðalegu súkkulaðiköku í saumaklúbbinn, eiginlega besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað, en svo fékk ég ekki að eiga afganginn, hvað er það.
kíktum aðeins upp í bústað um helgina. kláruðum loksins þetta blessaða púsl okkar. svo vann guðrún mig í trivial (samt á svindli). við grilluðum svo lamb og svín, eitthvað annað en hamborgara eða kjúlla like always.
annars er það þróttur v fjölnir í kvöld upp í sveit. verðum að klára það dæmi.
posted by 4fl at 10:34 f.h.
|