laugardagur, febrúar 02, 2008
já.
er enn að jafna mig á liverpool v west ham leiknum síðasta miðvikudag. sama gildir um nokkra poolara sem ég þekki og voru á leiknum. 7 sek eftir og best að henda sér niður inn í teig!
eigum við að ræða hvað jolene útgáfan hennar lay low er góð. dolly er reyndar alltaf flott, og ég tala nú ekki um jack white. spurning hvort hægt sé að klikka á essu lagi.
offaði tvo æfingaleiki um þessa helgi. það er ekki mér líkt en lítið gagn að pína guttana í frosti og slökum velli. hallur var samt klár á flautunni, á það bara inni hjá honum.
tveir brassar komnir í þrótt. erum þá komnir með fjóra atvinnumenn. allt að gerast. jafntefli v Val í dag. og ein og hálf í köben. ekki slæmt.
boltainnlögn er svo hafin hjá tómasi!

posted by 4fl at 9:18 e.h.
sunnudagur, janúar 27, 2008
já.
þorrablót þróttar var í gær. hálfgert leyniblót því það voru ekki margir á svæðinu. markaðssetningin ekvað að klikka. ég beilaði á kjamma og lét hangikjötið duga. öllu var pínt í jackó og frú en daninn var því miður veikur heima.
við erum að tala um að amma bína er að fíla amy winehouse diskinn. þannig að við brenndum hann fyrir hana. slepptum samt að segja henni að hún er fimm sinnum oftar í fréttunum en britney fyrir að gera einhvern skandal. en góð söngkona.
ógeðisveður. fauk næstum á leiðinni út í bakarí.
posted by 4fl at 1:06 e.h.
|