föstudagur, júlí 18, 2008
jó.
það er óhætt að segja að ég hafi verið elstur í bíó í gær. var ekki alveg nógu ánægður með hellboy 2. en ímyndunaraflið hjá del Toro er samt svaðalegt. sbr. þessi gaur!
Splæsi í nýja skó á maurinn. fara honum fáránlega vel. álíka flair og pabbi sinn.

grótta v ír í kveld, átta í rokinu á seltjarnarnesi. hljótið að kíkja á kallinn. og eins gott að ási komi inni í lokinn. hendi hér inn tölfræðinni síðan við tveir vorum síðast saman á vellinum. öss, those were the days maður. takið eftir goals og position hjá mér :-)
laters.
posted by 4fl at 10:39 f.h.
fimmtudagur, júlí 17, 2008
jamm.
hundurinn hans rabba örugglega sá mjúkasti í bransanum. tómas var alla veganna að fíla hann.

nafnið breki staðfest. það sleppur alveg en ég var klár með nokkur flott.
golfmót mfl þróttar í gær, haldið á golfvellinum í vogum. skemmst frá því að segja að ég og hallur fengum skammarverðlaunin að þessu sinni, þrátt fyrir fullt af flottum tilþrifum á vellinum. einhver spilling í gangi hjá simma formanni dómnefndar. en hallur tekur þetta eiginlega á sig.
posted by 4fl at 3:06 e.h.
jev.
það er staðfest. ír komið á ferilsskránna. sem er bara nett, fyrir utan röflið í halli - nú á ég ekki breik þegar hann fer að rífast yfir hver er búinn að vera lengst í þrótti!
slatti af gömlum þrótturum í ír þannig að færslan var ekki eins erfið. svo lúkka ég fáránlega vel í hvítu!
fórum í bíó á föstudaginn, sem er ekki frásögu færandi nema hvað myndin sem við fórum á fær feitar fimm stjörnur, þrátt fyrir að vera söngvamynd. já og fyrrum bond sleppur meir að segja í söngnum þegar á líður myndina. mæli með henni. svo tekur maður góða beygju og fer á hellboy 2 með kvikmyndakærustunni!!
annars bara góð stemmning held ég.
posted by 4fl at 12:33 f.h.
|