miðvikudagur, desember 26, 2007
verður mar ekki að henda inn jólamyndinni af meistaranum!

posted by 4fl at 11:46 e.h.
jev.
karfa í morgun. var ekkert smá heitur á tímabili en náði samt ekki að vinna síðasta leikinn. maggi og eysteinn reyndar leiðinlega stórir fyrir okkur 1 og 80 leikmennina.
noregur á morgun. já, skíðaferð með tengdó + little sis. ekki leiðinlegt það. þurfum reyndar að græja flugelda á gamlárs og vonandi skaupið á ruv.is
treysti svo á egil félaga minn til að redda mér á laug, treysti á hann svo mikið að ég minnist meir að segja á þetta hér með á blogginu!
laters.
posted by 4fl at 11:42 e.h.
jev.
jólin gott fólk.
dugnaðurinn á blogginu ekkert svaðalegur.
öll orkan hjá kallinum fyrir jólin fór í leikstjórn á jólaleikriti langó í ár. veit ekki hvernig baltasar fer að en ég var í stressruglinu og þetta var nú bara 20 mínútna verk með nokkrum 11 ára maurum, sem stóðu sig fáránlega vel.
Alla veganna, óskar búinn að vinna mig í nánast öllum spilum sem við erum búin að fara í yfir jólin. tók mig í popppunkti þar sem pabbi var meir að segja í öðru sæti. tók mig í bíóbroti og er ekki enn búinn að jafna mig á því. loks var það partý og co. extreme í gær. frekar nett spil en smá böggandi ef maður lendir í hnetustíflu!!
ertað grínast hvað maður er búinn að borða! píndi mig í skokk á jóladag í fárviðrinu sem geysaði. náði hugsanlega 3 km hraða á klst.
posted by 4fl at 11:36 e.h.
|