fimmtudagur, ágúst 30, 2007
jev.
varaliðsleikur í gær. sem var kannski merkilegastur fyrir þær sakir að við unnum loksins. og að baldvin var að spila á móti okkur. hann þorði reyndar bara í einn hálfleik. geiri var nettur á línunni. bið bara að heilsa Suðurlandsbrautinni, eða suddanum eins og völlurinn kallast nú. menn voru ansi skítugir, nema kannski bjössi sem fór varla í tæklingu - geiri notað þá audda tækifærið og kom með sögu af melavellinum í denn þegar allir voru skítugir upp fyrir haus nema hann.
það var svo ganga upp á Keili í morgun með miðstiginu. rúlluðum því upp eins og ekkert væri. sum samt nett í vans skóm og í gallabuxum. tók smá hárþurrku á þau.
það var dinner and a movie í gær hjá okkur skötuhjúunum. duttum á astrópíu. bara nokkuð góð. tómas alveg að detta í góðan pössunaraldur. bara take a number.
annars bara stemmari. grindavík á laugardaginn ásamt tilheyrandi fjöri (pullur og soddann). úrslitaleikur.
laters.
posted by 4fl at 8:05 e.h.
sunnudagur, ágúst 26, 2007
já, og er að læra á the fish eye!
posted by 4fl at 10:05 e.h.
jó.
vá hvað ég er slakur að blogga! alla veganna, fór á hið svokallaða djamm í gær. mfl var með árlegu hestaferðina sem tókst massa vel. hallur var á Bófa í þriðja skiptið. frekar fyndið. ég var samt á flottasta hestinum og reið eins og sigurbjörn - barðavogurinn var svo valinn sem partýstaður en ekkert skemmdist að þessu sinni og húsráðandinn komst meir að segja alla leið niður í bæ. merkilegt hvað menn eru ólmir að bjóða mér í glas, mætti halda að það sé sjaldgæft að ég fari í 101 að næturlagi.
bo var audda á svæðinu og beisi böstaði okkur á pizza prontó. já, svikum vöffluna í gær. hvað er það!
eigum við ekvað að ræða ´hang me out to dry´ með cold war kids.
átti líka alltaf eftir að auglýsa tímann minn í rvk maraþoninu. 44.03 held ég betra en í fyrra. tengdó vann mig samt aftur - hann var á 41 eða ekvað. bara bull. egill og kiddi beiluðu eins og í fyrra. vonlaustir assistants.
annars segist egill vera að yfirgefa mig eftir 6 ár! kominn í HR í viðskiptafræði eins og ekur svaða spaði. kominn með nýja fartölvu og nýjan síma og ég veit ekki hvað og hvað. þá verður mar bara að finna einhvern annan rauðhærðan traustann.
tómas er hinn hressastir. slefar kannski full mikið fyrir minn smekk og er alveg að ná skriðtækninni. hendurnar ekvað ekki að kombæna með löppunum. var samt ekki sáttur við h.berg að velja gullfoss í stað hans!
guðrún fiffaði svo nýjan sófa í stofuna. 9 á comfort skalanum.
skólinn byrjaður á fullu. eins og flestum ætti að vera kunnugt erum við man short upp í langó! jamm, smalinn kominn annað. var einn ásamt 11 kvennmönnum á miðstigsfundi um daginn. veit ekki með það. eins gott að þetta eru hressar skvísur. samt er kallinn með ansi góða mætingu. og týpískt að hann hafi böstað mig vera að sýna maurunum steggjunarvídeóið hans! eruði samt að grínast hvað nýja stofan mín er nett. vantar bara lítinn kæli, en hann er á leiðinni.
s.n.u. á fös. samt in squad sem er jákvætt. og 40 stig í hús sem er massa jákvætt.
laters.
posted by 4fl at 9:48 e.h.
|