miðvikudagur, júlí 26, 2006
jem.
bara ekkert stress í gangi út af rey-cup. 62 kvikindi að taka þátt hjá mér.
kenni því um að ég náði ekki nógu góðri einbeitingu í golfinu í morgun. endaði óverðskuldað í þriðja sæti á eftir eysteini og magga. var samt eiginlega alltaf jafn eysteini og maggi var soldið í x-unum þannig að það þyrfti eiginlega að telja aftur.
veit ekki með götunöfnin upp í grafarholti. drösluðumst þanngað áðan að sækja einhverja búninga. tók í fyrsta lagi öld að komast þanngað - og svo aðra öld að finna pleisið.
guðbjörg 26 ára í dag. til lykke. og feitt reintjekk á köku sko.
annars bara stemmari. pirates að byrja í kvöld. ætla samt að reyna að plögga hana í danmörku. töff að sjá hana með dönskum texta.
bjöss í arhus. ætlaði að redda mér barca búning. ánægður með hann.
annars ekvað?
posted by 4fl at 4:25 e.h.
mánudagur, júlí 24, 2006
jebba. bitri maðurinn skrifar!
komnir áfram í bikarnum (no thanks to me). undanúrslit maður. eigum við ekki að vona að simmi og bjöggi taki þetta í kvöld svo við mætum þeim kannski. mar verður svo að fara að tækla einhvern á æfingum, etta gengur ekki svona. verð alla veganna hasiteraður við alla á morgun - klárlega.
styttist í mótið góða. er mest spenntur að sjá menn á flautinni. tippa á að balli og jr verði skemmtilegasta dómaraparið.
posted by 4fl at 9:05 f.h.

jamm jamm.
tókum sem sé gott road trip í brúðkauðið hans ella á laugardaginn. eysteinn tók með sér kortabók og allt! auðvitað var efnalaugin lokuð á laugardaginn þannig að ég varð að ræna fötum af agli t í fjörið. þau voru vissulega nett, en eigum við ekki að segja að fólk hafi séð hvorum megin hann var þegar ég var á ferðinni.

tókum lélegasta og dýrasta pott í sögunni fyrir athöfnina. eysteinn fær aldrei að velja laug aftur. ég er nú ekki nískur maður en ég ætla ekki að segja ykkur hvað kostaði í sund á varmalandi. svo komust við ekki einu sinni í pottinn - þurftum að vera í lauginni, sem var full af maurum.

annars var brúðkaupið snilld. gríðarleg barátta milli halla, bjössa og pabba hans ella um hvor ætti bestu ræðuna. allar afar fínar. bjössi var samt svo leiðinlegur í veislunni að ég set hans í þriðja sæti. annars var þetta í minnstu kirkju í heimi. við eysteinn vorum aftast, bak við hurð og undir stiganum. samt töff.

annnars kom takefusa of seint - hansi var commando og jenni fyrstur í eftirréttinn. aldís var mest að skemmta fólki með kjólnum sínum! elli og frú voru bara hress. og í heild bara good times.
posted by 4fl at 8:46 f.h.
|