fimmtudagur, ágúst 02, 2007
jamm.
nettar níutíu mínútur áðan - en átti eiginlega tvö mörk. niðurstaðan 5-2 tap v HK, in a reserve game þ.e.a.s. nýr dani mættur á klakann. nokkuð sprækur og algjör súla, hallur nær honum ca. upp í mitti.
tommi ekvað slappur. ekki nógu gott. þannig að það er höfuðborgin á morgun. náum vonandi að rúlla í sveitina á laug. kalllinn líka farinn að mynda þetta skemmtilega magn af munnvatni. snillingur sá sem fann upp smekkinn.
bjöggi ammæli í dag. orðinn full gamall fyrir minn smekk!
sóley dró mig á harry um daginn. við vorum ekki sátt við kvikmyndahúsið. búin að sjá síðustu fjórar í háskólabíó, ég skal ekki segja í sömu sætum!! , en myndin var samt nokkuð þétt.
ég setti upp þvottasnúru í dag. já, tommi tengdó aðstoðaði mig "smá" - grófum holu, steyptum ekvað kaffi og wella; guðrún í góðum málum í þvottaþurrk.
góða helgi svo.
posted by 4fl at 10:16 e.h.
þriðjudagur, júlí 31, 2007
jamm. hérna er ein af halli að missa sig í slagnum um sokkabandið!

annars leiknir í kvöld. vonandi 3 stig. verður alla veganna stemmari í hægra horninu við varamannaskýlið!!
kominn með nýjan síma. fékk plögg hjá árna helga í hátækni. nú fer ég vel með þennan takk.
laters.
posted by 4fl at 11:58 f.h.
mánudagur, júlí 30, 2007
ja hérna. þvílíkt dry spell! eða bara smá bloggsumarfrí! menn búnir að afskrifa mig og læti.
Hvað hefur eiginlega gerst síðustu tvær vikur!
- kallinn í hóp og inn á í hálfleik í leik v Reyni. ekki nógu töff að koma inn á 4-0 og fá boltann svo í hendina. átti svo eiginlega að gera betur mínútu síðar. þannig að leikurinn endaði 4-2. En kom á miðjuna og ótrúlegt en satt þá kemur þetta til að duga mér í nokkurn tíma. Flestir sögðu samt að það var greinilegt að mér vantaði leikform - og við erum að tala um ansi marga. Enginn sagði að ég hefði verið flair :-(
- eysteinn steggjaður. Jamm, tókum "klassíska" steggjun laugardaginn 21.júlí. golf. paint ball. jet ski. grill og læti. afar vel heppnað og ekki of illa farið með kallinn.
- Rey Cup. kláraðist í gær. Ætlaði að sofa í tvo daga eftir þessa törn og hefði örugglega getað það, nema hvað tómas fann upp á nýju trixi: að snúa sér á magann á 30 sek fresti, sofandi eða vakandi. ekki nógu gott. En mótið gekk nokkuð vel. mfl stóð sig í dómaramálum og stóðu danni kahn og doddi sig best held ég. fengum svo cerez og óla bödda í síðasta leiknum í gær - þar var þýskur agi leyfður en engin læti samt.
- Gifing Hildu og Eysteins. Var á laugardaginn og heppnaðist eins og í sögu. Þau ótrúlega sátt held ég. athöfnin flott og veislan í ruglinu. Góður matur og menn hressir. Bjöggi náði að klára steggjunarvídeóið og var það snilld. set það á youtube ettir smá. Svo var kallinn audda búinn að vera stressaður í mánuð yfir að halda ræðu. en náði að afstressa mig með nokkrum köldum og var orðinn þokkalega góður og slakur u.þ.b. 20 sekúndum áður en ég fór upp á svið. Svo getiði giskað á hvað gerðist: - ég datt. - ég var með opna buxnaklauf. - ég var orðinn of kenndur og tók fulla gaurinn á etta. en good times engu að síður.
- Tómas er hress. er ansi slakur að setja inn myndir af meistaranun. set eina netta hér.

skal svo standa mig. heyrumst.
posted by 4fl at 11:30 f.h.
|