miðvikudagur, júní 17, 2009
nýja klár.

posted by 4fl at 11:01 e.h.
jamm.
hands down slakasti 17.júní í manna minnum :-( komst ekki down town í dag, en skelltum okkur um átta leytið. við erum að tala um að 10.bekkingar áttu svæðið - fékk bara 10 hæ. en ljósi punkturinn var að fyrrum nemendur mínir voru að spila á stóra sviðinu. vil meina að ensku hlustunaræfingarnar mínar í denn eigi eitthvað í hlut.
tók cars blöðru fyrir tomma - fattaði að ég hún var líka fyrir valinu í fyrra. þarf að fiffa myndina í ár.

posted by 4fl at 10:39 e.h.
þriðjudagur, júní 16, 2009
jó.
datt inn í "stelpukvöld" hjá mömmu. báðar ömmurnar í fanta formi, eiginlega svona priceless tími. held líka að amma agga hefði átt að vera í uppstandi.
manic street preachers - the greatest hits. ekkert svo great! kannski þrír hittarar.
"spurt að leikslokum" komið í hús. líka "wiebelglazen" en held að það sé ekkert svakalegt.
missi af bænum during the day en stefni á arnarhól eftir mat. blaðra og fáni klár fyrir tomma - svo snudda og málið dautt. stefni líka á bakstur á morgun, leggja í púkið.
búinn að snúa svefnherberginu við - gríðarleg spenna hvort guðrún gefi grænt á það, líklegast ekki samt.
posted by 4fl at 11:47 e.h.
mánudagur, júní 15, 2009
jamm.
fyrsti dagurinn í sumarfríi - ekki slæmt, nema guðrún og tómas farin norður. spurning um gymmið eða frappa niður í bæ.
fórum á hangover á laug - must see mynd, þokkalega góð. steggjanirnar sem ég hef tekið þátt í voru samt ekki svona! mæli líka með að menn horfi á southland tales, steiktasta mynd ever. erum dottinn inn í klovn - leist ekkert á þetta í byrjun og neitaði að setja mig inn í það. en þvílíkt snilld. svipað og office: óþægilegt að horfa á etta.
fyrsti sigurinn í höfn. kominn tími til. nú er bara að djöflast á móti kef og fh. leikurinn á stöð 2 sport í gær - kallinn sauður að setjann ekki.
bjössi í dk - minni á fríhafnarnammi.
afi 75 ára síðasta fös - og amma 85 núna á miðvikdaginn. ekkert nema stórafmæli í gangi. var að spá í að plana mat út í viðey fyrir gömlu, hefur nefnilega aldrei komið út í eyjuna, athuga etta.
er ekki komin tími á gofl í kvöld!
posted by 4fl at 10:00 f.h.
|