föstudagur, apríl 04, 2008
jó.
þróttur v ír í dag kl.5 upp í egilshöll fyrir þá sem eru lausir. fyrsta skiptið sem við sjáum hall v ella á miðjunni!
kommúnan í kvöld. allir búnir að tala vel um verkið. tók svo brúðgumann og stóra planið um síðustu helgi - fílaði þá fyrri í botn en hin var svona lala (var samt tekinn upp í húddinu sem gefur henni einhverja punkta).
eftir að hafa hraunað á nýja spilið (jungle speed extra) okkar í korter gerði baldur sér lítið fyrir og vann það, og það á móti reyndum mönnum. hallur var ennþó fúlari og bjó til afsökun að þurfa ekki að vera með.
liverpool gallinn fer litla ansi vel. held að hann sé bara búinn að velja sér lið!

og svo heldur verkfræðisnildin áfram!

annars bara góða helgi. lasertag á morgun í mfl - hlýt að vinna það!
posted by 4fl at 1:53 e.h.
miðvikudagur, apríl 02, 2008
jev.
plataði engan í gær :-( ekki einu sinni mömmu. frekar lélegt.
þetta er gott kaffi, ef þið fylgist með þættinum! klikkið líka á jim carrey taka hann.
annars lítið slúður. liverpool v arsenal í kvöld. reyndar er það líka um helgina og líka í næstu viku. ef það koma þrír sigrar þá raka ég mig, thats a bet.
posted by 4fl at 9:32 f.h.
mánudagur, mars 31, 2008
já.
hvað er nýtt.
unnum hauka í gær - átti samt legendary slakan leik. við erum að tala um útsölu í hægri bakverðinum. var klobbaður, bergkamp trixið tekið á mig og ég veit ekki hvað og hvað. en svona er etta.
veit ekki með síma frá nova. kemur bara ekvað lag og ruglar mann í ríminu. og utanáliggjandi netgaurinn þeirra kallast pungurinn! held mig bara við rándýran símareikning frá símanum.
stöndum í ströngu við að minnka myndir frá árinu 2007 niður úr 650 í ca.250. gengur ekki nógu vel þar sem ég vill eiga allar. en maður verður bara að fórna sjálfsmyndunum!
maurinn hress:

reyndar farinn að vakna kl.7! ekki nógu töff.
posted by 4fl at 9:26 f.h.
|